139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

innheimtulög.

643. mál
[20:29]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og rakið er í greinargerð var frumvarpið sent til umsagnar. Ég hef ekki haldbærar umsagnirnar hér en það ég best man voru þær almennt jákvæðar gagnvart frumvarpinu og féllu í þessa sömu átt. Eins og ég nefndi í umfjöllun um síðasta mál mun þingið senda málið til umsagnar eins og þingið hefur ávallt forræði á og það mun þá koma skýrar fram hvort umsagnaraðilar hafi einhverja frekari fyrirvara á málinu.