139. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2011.

NATO og flóttamenn frá Afríku.

[14:21]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir svörin. Ég vil hvetja hann til að nýta stöðu sína sem utanríkisráðherra Íslands og grennslast fyrir um hið sanna í málinu. Við berum ábyrgð sem aðilar að NATO á svona uppákomum, því miður, og við verðum að vita hið sanna í málinu.

Það er auðvitað frumskylda sjófarenda að koma mönnum til bjargar hvar sem er og hvenær sem er. Það þekkja Íslendingar öðrum betur. Ekki ætti að koma á óvart en kemur þó ýmsum ríkjum nú í opna skjöldu að hin hliðin á hernaðaraðgerðum er flóttamannastraumur. Menn verða að búa sig undir hann í samvinnu ríkja þannig að hægt sé að hjálpa flóttamönnum sem fara allslausir yfir hafið með ekkert nema fötin utan á sér og börnin sín (Forseti hringir.) til að bjarga lifi sínu.