139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

mannréttindi samkynhneigðra í Úganda.

[11:02]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Við hljótum að fordæma mjög harðlega hvernig mannréttindi eru brotin á samkynhneigðum í Úganda og fordæma það auðvitað mjög að dauðarefsing skuli liggja við samkynhneigð. Mér fannst hæstv. utanríkisráðherra taka myndarlega á þessu máli þegar hann lýsti því yfir að yrði þetta frumvarp ekki dregið til baka og héldu þeir þessu áfram yrði þróunaraðstoð dregin til baka. Við munum að sjálfsögðu skoða hvort og hvernig við getum lagt okkar af mörkum til að koma í veg fyrir þessi mannréttindabrot í Úganda.