139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[15:50]
Horfa

Flm. (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að býsna skýrt komi fram í greinargerð með tillögunni hvert er tilefni þess að tillagan er flutt. Ég á voðalega erfitt með að segja hvaða þingmenn gerðu hvað á þeim tíma þegar ekkert virðist hafa verið leitt í ljós um það. Til þess er nú tillagan lögð fram.