139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[16:46]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Ég þakka þingmanninum fyrir ræðuna. Mig langar til að spyrja þingmanninn, út af því að ég hef t.d. í þeim mótmælum sem hafa verið hér undanfarin ár eða síðan ég kom inn á þing oft vinkað mótmælendum og horft á þá: Væri það ekki tilefni til þess að ég yrði sérstaklega rannsökuð líka og minn þáttur í að horfa á mótmælendur og ræða við þá? (Forseti hringir.) Og kreppt hnefann jafnvel eða barið á tunnu.

Mig langaði líka jafnframt að beina athyglinni að því ég tók t.d. þátt í mótmælum í búsáhaldabyltingunni og væri þá ekki tilefni til að rannsaka líka þingmenn sem voru ekki orðnir þingmenn en voru svona að styðja þessar kröfur? (Gripið fram í.) Já, og styðja Mörð, hv. þingmann.

Fyrst og fremst langar mig að spyrja hv. þm. Álfheiði Ingadóttur hvort henni finnist ekki tilefni til að allir þingmenn verði rannsakaðir og tengsl þeirra við mótmælendur ef fara á hér á einhvers konar nornaveiðar gagnvart ákveðnum flokki. (Gripið fram í.)