139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[17:09]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil þessi orð einfaldlega svo að þau séu einn af hornsteinum lýðræðis okkar og lýðræðissamfélags og ég ber fulla virðingu fyrir því. En það breytir því ekki að til þess að knýja fram eða leggja áherslu á skoðanir sínar eða þær skoðanir sem maður vill koma á framfæri sé til einhver heimild um að beita til þess ofbeldi. Til þess er ekki tekið í þessari grein. Það er það sem um ræðir, hvort menn voru að beita ofbeldi og ráðast hér á bæði löggæslumenn og Alþingishúsið. (Gripið fram í.)