139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[17:27]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil taka undir með þeim þremur þingmönnum sem hafa komið hér upp undir liðnum um fundarstjórn og kalla eftir því að hæstv. forseti þingsins, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, komi hingað til að taka þátt í umræðunni og upplýsi okkar um og opni þau skjöl sem vísað er í, þessar fundargerðir frá forsætisnefnd. Mér finnst jafnframt, hæstv. forseti, afar brýnt að þessar fundargerðir séu hreinlega gerðar opinberar eigi síðar en nú af því að í þessu skjali eru ótrúlegar dylgjur. Nú er búið að tengja þær við ákveðna þingmenn hér inni og best væri að þetta væri allt saman opið og uppi á borðum.