139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[17:30]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir að það er mjög mikilvægt að forseti Alþingis hafi tök á að koma og vera viðstödd þessa umræðu. Ég held að það væri góð hugmynd að fresta umræðunni um sinn a.m.k. og taka önnur dagskrármál fyrir. Það væri þá hægt að halda henni áfram þegar forseti hefur tök á því að vera viðstödd hana, því að eins og hefur komið fram eru hér upplýsingar sem vísað er í í þessu þingmáli sem mikilvægt er að komi fram og sömuleiðis orð sem vísað er í í gæsalöppum og höfð eru eftir hæstv. forseta Alþingis. Ég legg því til að það verði kannað hvort ekki sé hægt að gera hlé á umræðunni um sinn a.m.k. og taka önnur mál fyrir.

(Forseti (KLM): Forseti mun núna bera forseta Alþingis, hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þau boð að nærveru hennar sé óskað hér.)