139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[17:38]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hér hafa þingmenn, þar á meðal sú sem hér stendur, þurft að sæta því að hv. þm. Jón Gunnarsson tali í tómum dylgjum og sé með ásakanir sem eru langt fyrir neðan virðingu hins háa Alþingis. Hv. þingmaður sagði áðan að hér hafi legið eftir slasaðir lögreglumenn og þingmenn verði bara að gera svo vel og kannast við sín verk. Hvað eiga þau orð að þýða og hvað segir nú nýskipaður siðapostuli Alþingis, hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson, um slíkt orðbragð?