139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

meðferð einkamála.

568. mál
[18:03]
Horfa

Flm. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það sem hv. þingmaður sagði að þetta er mikilvægt ekki síst á þeim tímum sem við nú lifum. Þar kemur tvennt til. Annars vegar er vitundarvakning um rétt einstaklinga og hins vegar á sama tíma takmarkaðir fjárhagslegir möguleikar til að sækja þann rétt. Þetta er því mjög brýnt. Ég lít svo á að verði þetta frumvarp að lögum sé hafin ákveðin gagnsókn í þessum efnum, því að rétturinn til gjafsóknar í málum sem höfðu almenna þýðingu var í reynd skertur verulega með lögunum frá 2005 og það var mjög slæmt. Við höfum látið nokkur ár líða eftir að sá meiri hluti sem það ákvað fór úr þinginu en nú er kominn tími til að breyta þessu. (BirgJ: Heyr, heyr!)