139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[16:12]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á þeim fundum sem verið hafa í utanríkismálanefnd með samninganefndarmönnum um samráðsvettvanginn sem hefur verið skipaður um þetta aðildarumsóknarferli hefur komið nokkuð skýrt fram að við mundum til dæmis aldrei ljúka aðildarviðræðum á fyrri hluta næsta árs. Mig minnir að formaður nefndarinnar hafi sagt að ef allt gengi upp, þetta gengi eins og í sögu, væri í fyrsta lagi mögulegt að ljúka viðræðunum seint á næsta ári. Þess vegna held ég að það sé bara nokkuð rétt hjá hv. þingmanni að það standi mjög tæpt með að nást fyrir næstu kosningar.

Um það hvort þetta er vegna efnislegra atriða eða þess að það henti ekki út af andrúmsloftinu sem ríkir um viðræðurnar (Forseti hringir.) held ég að við getum ekki verið sammála.