139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[18:00]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Já, ég vil endilega endurtaka það að ég var bara að segja stutta sögu af því sem ég upplifði og hef vafalaust misskilið, ég efast ekki um það.

Af hverju flöggum við ekki strax? Vegna reynslu minnar af því að standa í samningaviðræðum felli ég mig mjög vel við þá aðferð sem hér er notuð, þ.e. að klára þá hluti sem renna í gegn, hitt kemur svo á eftir. Þá hefur fólk kynnst, það veit hvernig hinir vinna, traust hefur skapast og annað slíkt. Ég held að það reynist oft ágætlega að byrja ekki á því að setja hornin í andstæðinginn eða öllu heldur þann sem maður semur við, sá sem maður semur við er ekki andstæðingur. Það hefur ekki reynst mér vel að setja hornin í fólk. (Forseti hringir.) Það er betra að reyna að kynnast fólki og tala við það á sanngjörnum nótum.