139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[21:08]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna sérstaklega því síðasta sem kom fram í máli hæstv. utanríkisráðherra. Ég held að það skipti gríðarlega miklu máli að menn verði ekki heilagri en páfinn sjálfur og þori ekki að taka á þessum málum. Það er ákveðinn vandi núna í Suður-Evrópu og hann getur haft áhrif á okkur. Þess vegna eigum við að taka undir það sem var ákveðið í síðustu viku á meðal ráðherra Evrópuríkjanna varðandi þetta ferli og vera alveg óhrædd við að beita þeim tækjum og tólum sem við þurfum á að halda til að verja landamæri okkar og til að stjórna því hvernig straumurinn liggur og hvað við viljum sjálf gera til að byggja upp í Evrópu. Við verðum að vita að við höfum tækifæri til að stjórna því sem að okkur snýr.

Að öðru leyti við ég þakka svör utanríkisráðherra í dag og hrósa honum aftur og hvetja hann áfram til að standa vörð um NATO. Það er það sem skiptir miklu máli í mínum huga. (Gripið fram í.)