139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[22:38]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vissulega eigum við við sterk öfl og mikla fjármuni þar sem Evrópusambandið er annars vegar með kynningarstarfsemi sína. Ég trúi því nú ekki að við komumst ekki í gegnum þetta ferli á eigin forsendum líka, að koma já- og nei-sjónarmiðum til skila. Við, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, höfum á stefnuskrá okkar að ganga ekki í Evrópusambandið. Við samþykktum þó að fara í þetta umsóknarferli og taka þátt í því. Þegar því verður lokið verður niðurstaðan lögð fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við munum berjast fyrir sjónarmiðum okkar og koma því á framfæri hvers vegna við viljum ekki ganga í Evrópusambandið. (Forseti hringir.) Síðan er það þjóðarinnar að meta okkar rök eða annarra.