139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[22:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef margoft bent á það í dag, og vísað í 48. gr. stjórnarskrárinnar, sem hv. þingmenn hafa svarið eið að, og líka hv. þingmaður. Þar segir: „Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.“

Þjóðaratkvæðagreiðslan sem haldin verður hefur ekkert gildi vegna þess að það er Alþingi sem ákveður hvort gengið verður í Evrópusambandið eða ekki. Samkvæmt þessari grein mega þingmenn ekki fara að reglum frá kjósendum sínum, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslunni, heldur verða þeir að fara að eigin sannfæringu. Ég er búinn að rekja það fyrir mörgum þingmönnum og spyrja þá að því hvort sannfæring þeirra breytist og dingli eftir því hvernig þjóðin kýs.

Ég vil spyrja hv. þingmann: Mundi hann greiða atkvæði með því að ganga í Evrópusambandið ef þjóðin mundi ákveða að ganga í Evrópusambandið?