139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[22:40]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Niðurstöður samningaviðræðnanna liggja ekki fyrir. Ég geri ekki ráð fyrir því að afstaða mín breytist mikið þrátt fyrir það.

Hvað varðar það að greiða atkvæði samkvæmt samvisku sinni mun ég gera það, þ.e. ég hef ákveðið það og tekið þá afstöðu með sjálfri mér að sama hver niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verður mun ég lúta henni. Þannig að ég mun (Gripið fram í.) lúta … ég mun lúta (Gripið fram í.) niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Ég vil benda hv. þingmanni á að þetta fer ekki alltaf saman. Það voru 2/3 hlutar Alþingis sem greiddu Icesave-vöxtunum atkvæði sitt, en þjóðin felldi það.