139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[22:42]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það að sækja um aðild að Evrópusambandinu felst ekki í því að senda bara inn bréf og óska eftir viðræðum. Það er ákveðið ferli frá A til Ö. Inn í það ferli göngum við. Ferlið hefur verið að breytast, en við göngum inn í það ferli sem nú er. Ef við hefðum getað farið þá leið að senda bara inn bréf og spyrja: Hvernig lýst ykkur á þetta, við viljum hafa þetta svona? — þá hefði það hugsanlega verið gert. En þetta er ekki þannig. Það var lagt þannig upp að erfiðasti og flóknustu kaflarnir yrðu teknir fyrst. Þannig að ég reikna með því að landbúnaður og sjávarútvegsmál verði þeir kaflar sem fyrst steytir á eða reynir á, getum við sagt, í þessu samningaferli. Það verður bara að sjá hvað kemur út úr því, hvort hægt verður að loka þeim köflum eins og sagt er, eða hvort það gengur ekki. Þá tel ég að þeir hljóti að þurfa að koma til þingsins aftur.