139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[22:45]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur frá stofnun haft skýra stefnu í utanríkismálum. Hreyfingin er andvíg veru okkar í Atlantshafsbandalaginu og Vinstri hreyfingin – grænt framboð er andvíg aðild okkar að Evrópusambandinu. Þess vegna skýtur það óneitanlega skökku við að við erum á hraðleið í Evrópusambandið og erum orðin aðili að hernaði í Líbíu í tíð fyrstu hreinu vinstri stjórnarinnar.

Hv. þm. Þuríður Backman er einn flutningsmanna þingsályktunartillögu um að láta rannsaka aðdraganda innrásarinnar í Írak og þátttöku Íslands þar og því vil ég spyrja hana hvort hún telji ekki einboðið að sams konar rannsókn fari fram á aðdraganda þess að Ísland studdi (Forseti hringir.) eða beitti ekki neitunarvaldi sínu þegar ákvörðun var tekin um að Atlantshafsbandalagið yfirtæki aðgerðir í Líbíu.