139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[22:51]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Sannarlega er upplýsingaflæði mikilvægur þáttur Schengen-samstarfsins og samstarfs lögreglu á alþjóðavísu, semsé Interpol. En ég tel að hægt sé að stuðla að því sambandi og styrkja það þrátt fyrir þær takmarkanir sem Schengen hefur að öðru leyti ekki yfirtekið. Ég tek því sannarlega undir orð hv. þingmanns um að samstarf Interpol er mikilvægt og að við þurfum að eiga aðild að því.

Jú, við erum fullgildir aðilar að ríkisstjórn, samstarfsflokkarnir tveir. Þeir eru ekki minni flokkur og stærri flokkur. Þessir tveir flokkar eru í ríkisstjórn, en við erum ekki alltaf á hælunum hvert á öðru og fylgjumst ekki alveg með hverju einasta skrefi (Forseti hringir.) þannig að stundum gerast hlutir sem maður fréttir af eftir á.