139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[22:54]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Alþingi samþykkti að leggja inn umsókn. Við erum ekki komin í Evrópusambandið. Þá leið á eftir að ganga til enda.

Ef flokkarnir væru með sömu stefnu og sömu áherslur í öllum málum þá væru þeir ekki tveir flokkar heldur einn. Við erum með ólíka sýn til Evrópumála og (Gripið fram í.) við erum með ólíka sýn til NATO. Þannig standa málin. Þau eru opinber og alveg ljós. Ef utanríkisstefnan væri ekki ólík og áherslurnar ólíkar væru flokkarnir einn flokkur, en svo er ekki.