139. löggjafarþing — 125. fundur,  17. maí 2011.

skýrsla um breskan flugumann.

[14:25]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Ég fæ í raun og veru ekki svar við því sem ég óskaði eftir að fá frá hæstv. ráðherra. Ef þetta er satt og rétt að íslensk lögregluyfirvöld höfðu ekki vitneskju um þennan flugumann og njósnara er þetta þá ekki orðið að utanríkismáli sem ber að hantera eftir þeim leiðum sem þarf að gera þegar um njósnara er að ræða sem er hér að njósna um íslenska borgara og íslensk umhverfisverndarsamtök og jafnframt reyna að leiða þessi samtök inn í miklu harðari aðgerðir en nokkur sem tók þátt í þessu vildi taka þátt í en það er ljóst að þessi maður reyndi það?