139. löggjafarþing — 128. fundur,  17. maí 2011.

meðhöndlun úrgangs.

186. mál
[17:50]
Horfa

Frsm. meiri hluta umhvn. (Mörður Árnason) (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég er alveg sammála þessu. Ég hélt að það lægi alveg ljóst fyrir að þetta eru ekki lög gegn gulli og tilskipunin beinist ekki að því að setja eigi gullið á sérstakan námuúrgangsstað og fela það þar. Það eru sem sé auðvitað þau spilliefni sem gætu losnað úr læðingi eða eru nýtt til námugraftarins sem um er að ræða. Það er enginn ágreiningur milli mín og hv. þingmanns um þetta efni. Ég held að ég hafi ekki meira um það að segja.