139. löggjafarþing — 129. fundur,  18. maí 2011.

opinber innkaup.

189. mál
[14:50]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og áður segir er hér verið að gefa Ríkiskaupum heimild til að taka þátt í útboðum í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Þannig er verið að veita heimild sem beitt er í undantekningartilvikum þegar erfiðlega reynist að fá samkeppnishæft verð. Hér er markmiðið sparnaður í ríkisrekstri og undir það tekur viðskiptanefnd. Það er mikilvægt að árétta í þessu sambandi að markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að ná fram hagstæðu innkaupsverði hjá erlendum framleiðendum án þess að frumvarpið hafi í för með sér veruleg áhrif fyrir innlenda umboðsaðila eða innlend fyrirtæki.

Eins og fram kom mun málið fá frekari umfjöllun í viðskiptanefnd á milli 2. og 3. umr.