139. löggjafarþing — 129. fundur,  18. maí 2011.

opinber innkaup.

189. mál
[14:51]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það vill stundum verða þannig að mál sem virka ekki stór þegar þau koma inn í þingið verða það þegar við erum búin að fá ábendingar frá umsagnaraðilum. Það komu margar mjög neikvæðar umsagnir um þetta mál, þar á meðal frá Samkeppniseftirlitinu þar sem það lýsti yfir áhyggjum af að þetta gæti hugsanlega skaðað samkeppni innan lands. Ég hef tekið undir beiðni frá sjálfstæðismönnum um að málið fari aftur í nefnd og að við skoðum málið betur. Framsóknarmenn munu því sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu.