139. löggjafarþing — 129. fundur,  18. maí 2011.

almannatryggingar.

797. mál
[15:43]
Horfa

Flm. (Guðfríður Lilja Grétarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil bara koma því að við höfum auðvitað verið í sambandi við ráðuneytið. Ég verð nú að fá að halda því til haga, af því að hér er talað um stjórnsýsluna, að ég held að þar vinni fólk hörðum höndum og dag og nótt að hinum ýmsum málum. Vinnuálagið innan stjórnsýslunnar og innan ráðuneyta er oft afar mikið. Við verðum líka að passa að vera ekki of harðorð hvað þetta varðar. Ég held að fólk leggi dag við nótt til þess að láta hlutina ganga upp. Ég harma hins vegar að við gátum ekki sett þetta strax á borð félags- og tryggingamálanefndar. Við munum stefna að því í fyrramálið og getum þá tekið þessa umræðu.