139. löggjafarþing — 129. fundur,  18. maí 2011.

almannatryggingar.

797. mál
[15:47]
Horfa

Flm. (Guðfríður Lilja Grétarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar stórt er spurt … Ég ítreka bara að ég geri ráð fyrir því að við fáum öll spil á borðið í fyrramálið og í framhaldi af því getum við tekið endanlega ákvörðun um málið. Í prinsippinu styð ég heils hugar þessa heimild til hækkunar á bótum, mér finnst hún réttmæt og rétt. Og eins og komið hefur fram í máli þingmanna gerum við það öll, við styðjum það öll. Ég get því ekki ímyndað mér að við munum setja einhverjar hindranir á þann veg.