139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

uppsagnir á Herjólfi.

[10:45]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf):

Hæstv. forseti. Það mál sem hér er nefnt er hjá hv. félags- og tryggingamálanefnd eins og komið hefur fram. Sú nefnd hefur starfað gríðarlega vel og mjög gott samstarf verið innan hennar um málefnið. Ég treysti henni fyllilega til að forgangsraða og setja mál fram, skoða þetta mál vel og meta hvort mögulegt er að koma því inn í þingið. Þarna er íhlutun ráðherra ekki öðruvísi en sú að við getum veitt nefndinni þá aðstoð sem þarf til varðandi upplýsingar og slíka þætti þannig að hún geti komið með málið fram en málið er að sjálfsögðu í höndum Alþingis og viðeigandi nefndar.

Varðandi málið sem var rætt varðandi Eimskip og Herjólf þá treystum við líka á að stéttarfélögin okkar standi sína vakt, þau fylgi því eftir að menn fylgi þeim leikreglum sem settar eru í samfélaginu og þá getum við samhliða kortlagt það ef einhverjir veikleikar eru í því regluverki sem þarf að styrkja til að tryggja réttarstöðu starfsmanna. Ég held að við séum sammála um mikilvægi þess.