139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

lánafyrirgreiðsla til sjávarútvegsfyrirtækja.

[11:06]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Hv. þingmaður lýsti því í lokin hvernig hann vildi hafa þetta, (SKK: Nei.) að sjávarútvegurinn væri einungis fyrir þá sem eru með fullar hendur fjár (SKK: Nei.) eða hafa gengið inn um bæði fordyr og bakdyr bankanna (SKK: Það er algjörlega rangt.) til að fá fjármagn. Það er einmitt það sem er verið að breyta, þetta á ekki að vera með þeim hætti. (SKK: Þetta er rangt.)

Varðandi áhyggjur hv. þingmanns af nýliðun hefur sjávarútvegurinn …

(Forseti (RR): Forseti biður þingmenn um að hafa einn fund í salnum.)

… kannski einmitt búið við þessar kröfur sem viðkomandi þingmaður nefndi þarna, að nýliðun væri einungis fyrir þá sem væru með fullar hendur fjár. Samkvæmt þessu frumvarpi er opnuð leið fyrir nýliðun. Ég minni á strandveiðarnar þó að þær séu ekki stórar, ég veit að hv. þingmaður var ekki hrifinn af þeim þegar þær voru til afgreiðslu en þar er þó leið fyrir nýliða þótt í smáum stíl sé. (SKK: Það er allt annað mál.) Já, en það er leið (SKK: Nýliðun …) án þess að þurfa að þurfa að knékrjúpa fyrir bönkum til að fá lán út á óveiddan fisk. (Gripið fram í.) Það að veðsetja óveiddan fisk (Forseti hringir.) er kerfi sem ég tel að enginn meðal þjóðarinnar vilji nema þá einstakir þingmenn (Forseti hringir.) eins og hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (BirgJ: Heyr, heyr.)