139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[12:35]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir svörin. Rétt er að undirstrika að í gildi er bráðabirgðaákvæði um heimild upp að 15% fyrir sjóðina eins og ráðherrann gat upp.

Ég vildi í þessu síðara andsvari fá að inna hæstv. ráðherra eftir því, vegna þess að við erum líka með vaxtabæturnar hér undir, að fram hafa komið efasemdir um þær breytingar sem gerðar voru á vaxtabótafyrirkomulaginu í lok síðasta árs sem lúta að mögulegri afturvirkni þeirra breytinga sem þá voru gerðar, hvort ráðherrann hafi lagt mat á þau sjónarmið og hvort hann telji að það þurfi að skoða sérstaklega í samhengi við meðferð vaxtabótanna hér í bandorminum.