139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[15:11]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú aðallega vegna þess að ég sá að hæstv. fjármálaráðherra var að renna út á tíma og náði kannski ekki að svara þeirri spurningu sem ég beindi til hans um hvaða atriði það væru sem ESA hefði í samskiptum við fjármálaráðuneytið gefið til kynna að hugsanlega stæðust ekki þessar reglur um ríkisaðstoð. Ég ætlaði að athuga hvort hæstv. fjármálaráðherra gæti farið nánar út í það.

Svo vakti það athygli mína hvernig hæstv. fjármálaráðherra notaði tækifærið til að snupra löggjafarvaldið á mjög smekklegan hátt.