139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

544. mál
[10:54]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það kemur fram í athugasemdum við tillöguna að hún feli ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem ákvæði EES-samningsins fela í sér nú þegar. Í raun og veru er líka áréttað að lagabreytingin sem hér er kallað á sé ekki umfangsmikil. Það þykir hins vegar nauðsynlegt að lögfesta umgjörð um fyrrgreindan traustlista en gert er ráð fyrir að Neytendastofa annist uppsetningu og viðhald þessa svokallaða traustlista.

Um nánari útfærslu á því sem hér er um að ræða verður að sjálfsögðu fjallað í frumvarpinu sem mun fylgja. Hér er fyrst og fremst verið að fjalla um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara til að unnt sé að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar en útfærsla á því sem hér er um að ræða mun koma fram í lagafrumvarpi sem boðað hefur verið.