139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

544. mál
[12:28]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er algjörlega sammála hv. þingmanni um það að gjaldeyrishöftin geta ekki staðið til ársins 2015 eða jafnvel lengur, ef ég hef skilið andann hjá þeirri ríkisstjórn sem er við völd. Það er ljóst að meðan gjaldeyrishöftin eru við lýði freistum við ekki erlendra fjárfesta. Það er líka athyglisvert að innlendir fjárfestar hafa peningana sína frekar undir koddanum en setja þá út í samfélagið vegna þess hvernig ríkisstjórnin rekur sín mál. Það er því algjört forgangsatriði, til þess að koma Íslandi áfram og afnema gjaldeyrishöftin, að koma ríkisstjórninni frá völdum.