139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

þinghaldið fram undan.

[14:05]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Það upplýstist fyrir hlé að forseti ætlaði að funda með þingflokksformönnum um þinghaldið í dag og framhaldið. Ég spyr forseta hver niðurstaðan hafi orðið. Við ræddum fyrirspurnir í upphafi þingfundar og ég spyr hvort forseti hafi á þessum fundi rætt framgang beiðna um utandagskrárumræðu. Ég veit að nokkrar slíkar beiðnir liggja fyrir. Þetta tengist aðstæðum sem brýnt er að taka á þannig að ég vil gjarnan fá að vita hver framvindan er varðandi utandagskrárumræður annars vegar og síðan hvort hæstv. forseti hafi nú þegar farið með brýningu sína til framkvæmdarvaldsins varðandi svar við fyrirspurnum.