139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

lengd þingfundar.

[11:44]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég er búinn að gefast upp á því að tala um fjölskylduvænt Alþingi. Það verður sennilega ekki í bráð, en af hverju voru þessi frumvörp ekki lögð fram fyrir 1. apríl? Vegna þess að stjórnin er ekki sammála um stefnuna í sjávarútvegsmálum. Stjórnarflokkarnir eru ekki sammála. Ríkisstjórnin er ekki sammála um þetta mál frekar en margt annað og ég legg til að hæstv. ríkisstjórn segi af sér. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) [Kliður í þingsal.]