139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

lengd þingfundar.

[11:45]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég held að það væri ágætt að við nýttum tímann á þingflokksfundunum sem eiga að vera hér á eftir til að þingflokksformenn (Gripið fram í.) segðu þingmönnum í sínum þingflokkum frá því hvað hefur verið rætt um lok starfa og það hvernig við hyggjumst halda starfsáætlun. Við erum að ræða hvernig það má gerast. Þær viðræður eru í fullum gangi og það er vilji okkar allra — ég hef ekki skynjað það öðruvísi — að halda starfsáætlun og sinna þeim verkefnum sem hér þarf að sinna með sóma og ná um þau samkomulagi á milli þingflokka. Það er unnið að því. Það er því miður ekki komið en við þurfum kannski örfáar klukkustundir til að komast að því samkomulagi. Ég bið menn að nýta tímann vel á meðan (Forseti hringir.) það er gert.