139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[11:51]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Ég þakka fyrir það svigrúm sem mér er veitt til að gera grein fyrir atkvæði mínu. Ég tek undir þau sjónarmið sem hv. þm. Birgir Ármannsson reifaði í skýringu sinni.

Ég get svo ekki látið hjá líða að vekja athygli á því að mér sýnist Hreyfingin hafa gert mikla undanþágu frá prinsippi sínu sem hefur verið kynnt hér reglulega í þingsal um að veita aldrei afbrigði, ekki fyrr en hún fær eigið mál á dagskrá.