139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[12:27]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi það hversu oft sjávarútvegsráðherra er nefndur í frumvarpinu er fyrst og fremst verið að vísa til reglugerða sem eru nú þegar til um þessi mál. Ráðherra setur reglugerðirnar samkvæmt samþykktum lögum og þá er vísað til þess að kveðið verði á um þessi ákvæði í reglugerð eins og nú þegar er gert í fjöldamörgum tilvikum hvað varðar sjávarútveginn.

Varðandi veiðigjaldið er nú tekið veiðigjald sem rennur alfarið til ríkisins samkvæmt núgildandi lögum. Ríkissjóður ber sig báglega og mætti standa enn betur einmitt við verkefnin úti um land sem við hv. þingmaður (Forseti hringir.) erum sjálfsagt sammála um. Þetta er þó af minni hálfu ákveðið innlegg í þá umræðu sem ég tel að eigi bara að þróast (Forseti hringir.) enn betur á næstu árum en þetta þarf að komast strax til framkvæmda 1. september í (Forseti hringir.) haust. En ég (Forseti hringir.) styð góðar tillögur hv. þingmanns sem auka (Forseti hringir.) hagræði.

(Forseti (KLM): Þessu andsvari er lokið, hæstv. ráðherra, og margir bíða.)