139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

fundarstjórn.

[15:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. 2. og 3. mál á dagskrá fundarins í dag eru stjórnarfrumvörp frá hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einum og sama manninum, og annað frumvarpið tekur hitt úr sambandi, þ.e. seinna frumvarpið, frumvarpið um stjórn fiskveiða, heildarlög, segir að fyrra frumvarpið falli úr gildi.

Ég spyr mig: Er ekki meiningin að þetta verði samþykkt? Eru lögð hérna fram frumvörp á hinu hv. Alþingi sem engin alvara er á bak við? Það getur ekki verið alvara á bak við bæði þessi frumvörp. Það getur ekki verið að það eigi að samþykkja þau bæði vegna þess að þá er óþarfi að ræða hið fyrra.