139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

fundarstjórn.

[15:11]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Þegar menn vilja ekki fara í efnislega umræðu um málið er gripið til ýmissa bragða. Ég bendi á að 1. gr. í þessu frumvarpi hér lýtur að ákveðnum þáttum um strandveiðarnar, 2. gr. að ákveðnum þáttum í byggðatengingum, 3. gr. áfram að byggðatengingum og einnig því hvernig komið er til móts við að leiðrétta hluti þeirra sem leggja til aflamarks o.fl. Eina litla atriðið sem þarna er verið að deila á er það hvernig veiðigjaldinu skuli ráðstafað. Ég sagði í framsögu minni að prinsippatriðið væri hvort við vildum skipta veiðigjaldinu á milli ríkisins og sjávarbyggðanna. Um það er enginn ágreiningur í sjálfu sér í áliti (Forseti hringir.) fjármálaráðuneytisins, hins vegar sú útfærsla sem þar (Forseti hringir.) er tilgreind. Ég sagði í ræðu minni að það mætti vel skoða aðra útfærslu á málinu. Þetta er aðeins brot (Forseti hringir.) af því frumvarpi og bara útfærsluatriði á því frumvarpi sem hér liggur fyrir, frú forseti. (Forseti hringir.) Menn geta þá rætt um það hvort þeir vilja (Gripið fram í.) koma til móts við …

(Forseti (SF): Tími hæstv. ráðherra er liðinn.)

… sjávarbyggðirnar eða ekki.