139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:23]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil ítreka það frekar að hv. þingmaður telur kerfið sem við höfum búið við í yfir 20 ár vera býsna gott. Telur hann að núverandi kerfi hafi virkað vel til að mæta þeim markmiðum að byggja upp fiskstofnana og að greinin skili arðsemi til innri fjárfestingar? Telur hann stöðu greinarinnar bera þess vott í dag með þær skuldir sem hvíla á henni? Telur hann fiskstofnana bera þess vott að kerfið hafi virkað vel? Telur hann meðalaldur fiskiskipa í landinu bera þess vitni að mikið hafi verið fjárfest meðan þetta kerfi hefur verið við lýði?