139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[17:16]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst hv. þingmenn blanda saman stóra frumvarpinu og litla frumvarpinu. Þær breytingar sem eru boðaðar í stóra frumvarpinu eru grundvallarbreytingar og stoðir þessa atvinnuvegar, sjávarútvegsins, eru styrktar. Ekki er hægt að bæta það afturvirkt að kerfið hefur verið meingallað öll þessi ár. Við erum að horfast í augu við afleiðingar meingallaðs kerfis, við erum að vinda ofan af því. Við getum ekki breytt því sem búið er en við getum búið til betri, sanngjarnari og réttlátari leikreglur. Þetta tekur tíma og þess vegna gefum við langa aðlögun svo að hægt sé að vinda ofan af kerfinu á jafnræðisgrunni. Enginn útgerðarmaður á Íslandi ætti að óttast þær breytingar þó að hræðsluáróðurinn heyrist hátt og víða í fjöllum. (Gripið fram í.)