139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:22]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það fór eins og mig grunaði — það kom ekki svar við spurningunni hvað samningaleiðin fæli í sér. (Gripið fram í.)

Varðandi hið hóflega gjald þá hafa kvótalitlar og kvótalausar útgerðir leigt af útgerðinni aflaheimildir á allt að 300 kr./kg, en í þessari umræðu erum við að tala um 16 kr./kg sem útgerðin mundi þurfa að greiða fyrir nýtingu aflaheimilda. Ég velti þessu fyrir mér og varpa því fram til samanburðar.

Hins vegar varðandi samfélagsleg áhrif á strandveiðunum var gerð ákaflega vönduð skýrsla af Háskólasetri Vestfjarða fyrir um það bil ári um áhrif strandveiða á samfélög í kringum landið. Hún sýndi að þau væru verulega jákvæð. Mig langar að spyrja hv. þingmann: Vefengir hann þessa skýrslu? (Forseti hringir.)

Tími minn er búinn, þannig að ég læt máli mínu lokið.