139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:25]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni — ég þakka honum fyrir mjög góða ræðu — að frumvörpin og það sem hér er lagt til hafa verið gagnrýnd af ýmsum aðilum. En þá er líka rétt að gera sér grein fyrir því að það er með ólíkri hlið sem hver gagnrýnir; LÍÚ frá einni hlið, Landssamband smábátaeigenda frá annarri hlið, félag fiskimanna frá enn einni hlið o.s.frv. Það segir manni að maður er líklega á nokkuð réttri leið. Síðan eru það íbúar sjávarbyggðanna og almenningur í landinu sem líka eru aðilar að málinu og þeirra sjónarmið eru ekki síður gild. Ný skoðanakönnun sýndi að við viljum breytta stefnu í þessum efnum og ég veit að hv. þingmaður er sammála því þó svo að skiptar skoðanir séu um einstök atriði. Ég vil að því sé haldið rækilega til haga.

Ég aðeins víkja að öðru. Ég er sammála hv. þingmanni varðandi strandveiðarnar, að þær eigi að vera í formi einstaklingsréttar en ekki (Forseti hringir.) útgerðarform á þeim þannig að einn aðili geti gert út marga strandveiðibáta. Ég er sammála hv. þingmanni um það, frú forseti.