139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:31]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ósammála því. Ég er ósammála því að það eigi að skilja þessa vinnsluaðferð frá öðrum. Ég er algjörlega mótfallinn því. Ég er reyndar ekki búinn að finna rökin fyrir því af hverju í ósköpunum frystitogararnir eru ekki með í púkkinu. Það er mjög sérkennilegt og má ætla að það sé vegna þess að það sé einhver óbeit á útgerðarstarfseminni frystingu. Við verðum að átta okkur á því að frystingin skapar nú mjög mörg störf í skipunum og mikil verðmæti fyrir Ísland, ekki síður en ísfiskurinn eða sá fiskur sem kemur í land.

Nei, ég er ósammála því að þetta verði tekið út fyrir.