139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:08]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þau orð sem hv. þingmaður vitnaði til eru úr grein sem ég skrifaði árið 2009, eins og ég kom inn á þegar ég byrjaði mál mitt áðan. En akkúrat það sem hv. þingmaður bendir á er það sem rætt hefur verið um, þeir stóru munu lifa, stóru fjárfestarnir munu lifa í þessu kerfi sem þið eruð að tala um, því kerfi sem hér er lagt til. Ég hef talað við marga og heyri að atvinnugreinin sé bókstaflega á hliðinni. Ég held að það sé ekki vegna þess að greinin í heild og hagsmunaaðilar sem eru fjölmargir séu svo ofboðslega ánægðir og beri svo mikið traust til ríkisstjórnarinnar að þeir ráði sér ekki af kæti. Það er ekki það sem ég merki.