139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:13]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég hef aðeins velt fyrir mér í ljósi þeirra framsöguræðna sem fluttar voru af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á undan hv. þingmanni, hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og hv. þm. Árna Johnsen, að þau fjölluðu um veiðileyfagjald á svolítið mismunandi hátt. Í því ljósi væri áhugavert að heyra álit hv. þingmanns á því, annars vegar að leggja það á og hins vegar hugmyndafræðinni sjálfri. Þá er ég ekki endilega að tala um útfærsluna í þessu frumvarpi heldur þá hugmyndafræði að hluti af því veiðileyfagjaldi sem hugsanlega yrði lagt á, ef þingmaðurinn er sammála því, rynni til sjávarbyggðanna eða til landshlutanna þar sem það verður til.