139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:35]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég tók mér það bessaleyfi að prenta út ályktun framsóknarmanna um sjávarútvegsmál vegna þess að sú ályktun hefur verið mikið til umræðu hérna, bæði hjá framsóknarmönnum sjálfum og þingmönnum Samfylkingarinnar sem talað hafa hér, þeim fáu. Mig langar að spyrja hv. þingmann út í tvö atriði sem hann nefndi í ræðu sinni áðan í sambandi við nýsköpun. Í c-lið í potti 2 í ályktuninni stendur, með leyfi forseta:

„Stuðningur við nýsköpun m.a. í meðaflaleyfum, sérstökum úthlutunum auk beins fjárstuðnings.“

Geturðu útskýrt þetta fyrir mér hvernig þetta á að virka? Þetta eru tvær síður þannig að það vantar ýmsar útfærslur og líka hagfræðiúttektina, mig langar bara að vita af því að mér finnst nýsköpun spennandi en ég hef ekki séð hana vera að gerast í strandveiðikerfinu. (Forseti hringir.) Þið eru reyndar með annan lið um það.