139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:38]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður kom inn á það hvernig þeir ætla að útfæra þetta að hluta. Mig langar að spyrja hv. þingmann aftur: Hve lengi teljast menn vera í nýsköpun? Er það eitt fiskveiðiár? Ég skil ekki alveg hvernig á að útfæra þetta. Ef maður hefur einhvern tímann gert út áður og kemur inn í kerfið og þekkir veiðislóð og annað sem hv. þingmaður kom inn á, er maður þá ekki í nýsköpun, ef það er það sem er á bak við nýsköpun? Hvernig á að flokka menn inn í þetta kerfi og undir þann lið sem kallast nýsköpun og hversu lengi eru menn í nýsköpun?