139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:28]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þingmanns og hvet forseta til að gera það sem í hennar valdi stendur til að beina því til hæstv. fjármálaráðherra að ráðherrann verði við umræðuna sem væntanlega mun halda áfram á morgun í ljósi þess að sú gagnrýni sem kemur frá fjármálaráðuneytinu er vitanlega mjög merkileg. Ég hef heyrt það á reynslumeiri þingmönnum en þeim er hér stendur að annað eins hafi ekki sést. Því er mikilvægt að ráðherrann verði hér við umræðuna, taki til máls og tali fyrir hönd ráðuneytis síns sem hann ber væntanlega ábyrgð á. Hann ber þá ábyrgð á þessari greinargerð.

Ég hvet hæstv. forseta til að beita sér af miklu afli fyrir því að hæstv. ráðherra verði hér á morgun.