139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[15:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hjörvar fyrir hugrekkið að koma upp sem stjórnarliði. Ég vil taka fram að sjálfstæðismenn vilja breyta kerfinu. Við höfum lagt áherslu á það svo að það sé ekki látið liggja milli hluta.

Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann sé hlynntur því að senda litlar skeljar undir þremur tonnum í sóknarmark í öllum veðrum á Íslandi sem er stórhættulegt.

Svo vil ég spyrja hann hvort hann styðji það að byggðarlög utan Reykjavíkur fái sérstaka fyrirgreiðslu.

Svo vil ég nefna, af því að hann sagði að hann ætlaði að reyna að koma stóra frumvarpinu eða seinna frumvarpinu að, að í 32. gr. þess stendur, með leyfi forseta:

„Lög þessi öðlast þegar gildi, en jafnframt falla úr gildi lög nr. 116/2006,“ — en það eru einmitt þau lög sem við erum að breyta með þessu frumvarpi. Ef seinna frumvarpið verður samþykkt fellur hið fyrra úr gildi.